Landverðir, bændur og búalið
vilja bæði fá tónlist og leikrit á svið

Þegar þú velur íslenska vöru eða þjónustu skilar það sér aftur til þín. Þú styður við íslenskan iðnað, framleiðslu og hugvit. Þannig skapast verðmæti og störf, samfélaginu okkar til góða.

Við tilheyrum öll hringrás sem knýr hagkerfið okkar. Þegar við veljum innlenda þjónustu, kaupum innlenda vöru og skiptum við innlend fyrirtæki höfum við keðjuverkandi áhrif. Við höldum atvinnustarfsemi gangandi, verndum störf og sköpum ný, aukum verðmætasköpun og stuðlum að efnahagslegum stöðugleika. Þannig látum við þetta allt saman ganga.

Þegar við nýtum kaupmátt okkar innanlands eykst hann. Þess vegna getur neysluhegðun okkar á endanum skilað sér til baka. Hverri neysluákvörðun fylgir ábyrgð — og við höfum val. Við biðjum Íslendinga, alla sem einn, að velja íslenskan iðnað, íslenska verslun, íslenska framleiðslu og íslenskt hugvit.

Og láta það svo ganga.

Hér geta fyrirtæki sótt markaðsefni átaksins.
Tökum þátt og látum það ganga!

Kynningarefni

Við notum vafrakökur fyrir vinsæla viðburði. Ef þú heldur áfram að nota þessa síðu gerum við ráð fyrir að þú samþykkir skilmála.